Miðvikudagur, 28. janúar 2009
"...við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér!"
"...þú gerir þér grein fyrir því, og gerir það strax, að við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér.
Aðeins meira:
"Ég vona svo sannarlega að ykkur líði ekki vel, mér líður hins vegar vel, mér líður vel með það að standa fyrir utan þennan hóp og er með góða samvisku."
Er nokkur búin að gleyma þessum annars ógleymanlegu orðum sem ein Sjálfstæðisfrökenin lét út úr sér þegar Sjallar töpuðu Borginni?
Ég held að Sári Sjálfstæðismaðurinn sé kominn til að vera og mér finnst ég ekki vera "ótrúlega ómerkleg" með að draga hann hér fram
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Heift við slit stjórnar
Það kemur mér töluvert á óvart hversu Sjálfstæðimenn eru fullir af heift útí stjórnarslitin, hefur einhver séð álíka ummæli frá Samfylkingarfólki um Sjálfstæðiflokkinn?
Geir segir að aðalástæða stjórnarslitana sé vegna þess að Samfylkingin sé í uppnámi, jú það er að vissu leyti hægt að gúddera það þar sem ISG hefur verið veik og enginn annar virðist hafa tekið að sér forystuhlutverkið en að þetta sé aðalástæðan? Er ekki alveg að kaupa það!
Verkstjórnin var ekki í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Þá get ég kosið Samfylkinguna með góðri samvisku aftur
Loksins gerist eitthvað sem ég er sátt við. Nei annars, ég gleymdi að ég var mjög sátt við afsögn Björgvins í gær þó að mínu mati ætti hann ekki frumsök í þessu og var haldið fyrir utan þjóðnýtingu bankanna einhverra hluta vegna.
Þá get ég kosið Samfylkinguna með gróðri samvisku í vor.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)